Stærstu kerti OVO fyrir lengstu kvöldin. Nýjasta viðbót við bývaxkertalínu OVO eru stór og voldug kerti sem endast í fjölda klukkutíma.
Kertin eru handgerð í Litháen úr bývaxi sem fengið er frá býflugnabóndum á svæðinu. Þau eru náttúruleg og mega snerta mat (passið bara að kakan hafi kólnað áður!). Kertin eru án eiturefna og engum litarefnum né ilm er bætt við þau.
Til að brenna kertið jafnt skal setja það í beinni stöðu á slétt og eldfast yfirborð í kyrru umhverfi. Mælt er með því að kertið brenni í nokkrar klukkustundir án truflana og til þess að slökkva á því er mælt með því að sveigja kveikinn ofan í vaxið og rétta hann svo strax aftur við.
Litháen
— Stærð: Ø50×140 mm
— Efni: 100% náttúrulegt bývax, 100% bómullarkveikur
— Fjöldi: Kertið er selt 1 í pakka
— Brennslutími: Um 35 klst
Sýnið varkárni við brennslu kerta og brennið ekki án eftirlits. Sem náttúrulegt efni getur býflugnavax verið breytilegt í litatón, frá skærgulum til dekkri brúnna tóna. Kertin geta breyst lítillega með tímanum eða þegar þau eru geymd í beinu sólarljósi.