Falleg borðmotta eftir fata- og textílhönnuðinn Sigmund Pál Freysteinsson. Borðmottan er úr 100% blómull og unnin eftir japönskum aðferðum.
Sigmundur Páll Freysteinsson er fata- og textílhönnuður sem leggur mikla áherslu á handverk og sérhæfir sig í náttúrulegum litunaraðferðum. Sigmundur útskrifaðist úr fatahönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2019 og stundaði síðan framhaldsnám í hefðbundnum japönskum textílaðferðum í Kyoto Seika University. Sigmundur flutti heim frá Kyoto vorið 2023 og starfar nú í Reykjavík.
Reykjavík, Ísland
— Stærð: ~51×37 cm
— Efni: 100% bómull, litað með náttúrulegri japanskri litunaraðferð Kakaishibu. Handstungið með japönskum sashiko bómullarþræði.
Hver munur frá Sigmundi er handgerður og því einstakur og smávægilegur lita-, áferðar og stærðarmunur gæti verið á milli hluta.
Viðkvæmt þvottakerfi við 30°C. Ekki er ráðlagt að nota mýkingarefni né klór, aðeins lítið magn af þvottadufti. Má ekki fara í þurrkara.