Bolli frá kóreska leirlistamanninum Lee Song-am.
Lee Song-am er keramiker frá Icheon í Suður-Kóreu. Ungur aldur hans endurspeglar ekki þroska verka hans, því þrátt fyrir hann hefur Lee sýnt verk sín víðsvegar um heiminn og á verk á fjölmörgum söfnum.
Sérhæfing Lee er framleiðsla skála, bolla og vasa af ýmsum gerðum, sem taka mið af kóreskri keramikhefð en með nútímalegri nálgun.
Keramiklist Kóreu á sér langa sögu sem nær allt aftur að 5. öld. Icheon hefur oft verið kölluð hjarta kóreskrar keramikframleiðslu, en Icheon er lítil borg suðaustur af Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Þar eru yfir 400 vinnustofur þar sem kóreskir keramikmeistarar og listamenn leita fegurðar og glæsileika í verkum sínum og sameina gamla tækni við nýstárlegar útfærslur.
Icheon, Suður Kórea
— Stærð: ~Ø68×66 mm
— Efni: Steinleir
— Má setja í uppþvottavél og örbylgjuofn. Má ekki setja inn í ofn né yfir eld.
Hver munur frá Lee Song-am er handgerður og því einstakur og smávægilegur lita-, áferðar og stærðarmunur gæti verið á milli hluta.