Polpo
Veitingastaðurinn POLPO er falinn í hliðargötu í hinu margbrotna Soho-hverfi Lundúna og er einn af vinsælustu stöðum borgarinnar. Matar- gagnrýnendur og áhugafólk hafa flykkst á þennan látlausa veitingastað þar sem Russel Norman reiðir fram rétti innblásna af feneyskri matargerð. Réttum sem lausir eru við alla tilgerð, eru nýstárlegir og ljúffengir.
Uppskriftirnar 140 í bókinni innihalda meðal annars ítölsk caprese-salöt, kúrbítsfranskar, aspas með parmesan og ansjósusmjöri, perugraskers-risotto, arancini, kanínu-cacciatore, heitt andasalat með valhnetum og rófum, stökkar smábökur með prosciutto og klettasalati, hörpuskel með sítrónu og myntu, makríktartar, skelfisks-linguine, heitt kolkrabbasalat, linskelskrabba í parmesan-deigi með fennelsalati, valhnetu og hunangs semifreddo, tiramisù, freyðandi bellini og glös af glitrandi appelsínugulum spritz.
Ljósmyndir eftir Jenny Zarins fanga andrúmsloft Feneyja um leið og Polpo gerir ítalskri matargerð hátt undir höfði.
— Stærð: 18 × 26,5 cm
— Kápa: Harðspjalda
— Tungumál: Enska
— ISBN: 9781408816790