Sarara burstinn frá Takada Kozo Shoten er mjúkur og náttúrulegur bursti úr pálmatrefjum. Burstinn er nógu mjúkur til að þrífa ávexti og grænmeti, en nógu þéttur og sterkur til að þrífa potta og pönnur.
Ólíkt skrúbbbursta, þar sem trefjarnar virka sem mismunandi punktar til að skafa burt óhreinindi, eru trefjar sasara bundnar saman til að mynda yfirborð sem fjarlægir óhreinindi, svo hægt sé að nota hann á teflonhúðaðar pönnur og potta án þess að rispa þær.
Takada Kozo Shoten var stofnað árið 1948 í Kainan, í Wakayama héraði Japan.
Wakayama, Japan
— Stærð: 25×110x25 mm 25x110x25mm
— Efni: Náttúrulegar Shuro-pálmatrefjar og stál
— Burstinn er hitaþolinn upp að 90°C
— Þar sem burstinn er úr náttúrulegu efni geta fínar trefjar fallið úr við fyrstu notkun. Þvoið vandlega með sápu eða uppþvottaefni fyrir fyrstu notkun. Hristið kröftuglega eftir hverja notkun og hengið til þerris.