Tölvutaska・Svört
Taska frá SIWA sem nota má fyrir fartölvur eða einfaldlega sem skjalatösku. Hún er fóðruð til að vernda innihald hennar sérstaklega og lokuð með rennilás. Renndur vasi er á innanverðri töskunni til að geyma smáhluti og hentar hún 16” MacBook Pro (357,9x245,9 mm) eða sambærilegum fartölvum.
Hvert eintak er saumað af handverksfólki í Japan og hafa töskurnar verið styrktar með tvöfaldri uppbyggingu. Áferð þeirra verður fallegri með tíð og tíma.
SIWA er samstarfsverkefni japanska pappírsframleiðandans ONAO og hins virta iðnhönnuðar, Fukasawa Naoto. ONAO er staðsett nálægt Fuji í landbúnaðarbænum Ichikawa Misato, á svæði sem státar af 1.000 ára sögu washi-pappírsgerðar. Þau hafa, síðan árið 1974, fullkomnað tæknina við framleiðslu washi-pappírs og í kjölfarið fundið leið til að búa til efni sem bæði er vatnshelt og sterkt — naoron.
Vörurnar frá SWIA eru handgerðar úr naoron, sem unnið er úr sérstakri blöndu af viðarkvoðu og gervitrefjum og þróað með því að nota forna japanska pappírsframleiðslutækni, washi-suki.
SIWA notast við tvær tegundir af naoron, mjúkt og RPF naoron. Mjúkt naoron samanstendur af blöndu af viðarkvoðu og polyolefin sem gerir það mjúkt og sveigjanlegt. RPF naoron er framleitt með því að bæta endurunnum pólýestertrefjum úr notuðum plastflöskum og textílvörum í pappírsmassann. Báðar tegundir Naoron hafa áberandi áferð pappírs en eru harðgerðar, léttar og vatnsheldar. Naoron gefur ekki frá sér skaðlegar gufur við brennslu.
Ichikawamisato, Japan
— Stærð: 29,5×40×4 cm
— Innri stærð: 29×39 cm
— Þyngd: 120 g.
— Efni: Mjúkt Naoron-pappaefni.
— Vinsamlegast athugið að dökkir litir geta dofnað með tímanum.
— Vinsamlegast athugið að ef blautir hlutir eru lengi í snertingu við naoron getur það leitt til breytinga á lit vörunnar.
— Töskurnar frá SIWA þola allt að 10 kg.
— Þvo skal pokann varlega í höndunum með mjúkum hreyfingum.
— Eftir þvott skal ekki vinda heldur þurrka af með rökum klút og leyfa svo pokanum að þorna náttúrulega.
— Einnig er hægt að leggja pokann á handklæði til að fjarlægja mesta rakann og leyfa honum svo að þorna náttúrulega.
— Ekki má strauja, nota hárþurrku eða þurrkara. Forðast skal að pokinn komist í snertingu við heita hluti.