Skrúfblýanturinn frá Ystudio er gerður úr látúni (e. brass) og er með loki úr kopar. Hugmyndin um sexhyrnta lögun hans kemur frá hefðbundnum blýanti sem er hér endurhugsuð á nýtískulegan hátt. Hann er sannkallað augnayndi og frábær gjöf.
Ystudio er hönnunarstofa frá Taívan sem stofnuð var árið 2012 af 廖宜賢 (Yi Liao) og 楊格 (Yanko). Þeir leggja mikið upp úr gildi einfaldleikans og ná að sameina taívanska hönnun og handverk á hátt sem fangar fagurfræðilega menningu þeirra. Þeir hanna fyrst og fremst ritföng sem eru sköpuð fyrir hversdagslega notkun og munu endast eigandanum út ævina og rúmlega það.
Vörurnar frá Ystudio eru flestar úr látúni og kopar og eru framleiddar í Taívan af handverksmönnum með áralanga reynslu í faginu.
Taívan
— Efni: Látún (e. brass) og kopar
— Stærð: 11×11×157 mm
— Blýstærð: 0,7 mm
Svarti litur pennans mun dvína með tíma og notkun og sýna gyllta lit látúnsins. Þetta eru þau „brassing“ áhrif sem línan dregur nafn sitt af. Hægt er að leika sér með þessi áhrif og skapa sín eigin með sandpappírnum sem fylgir í kassanum.