Samhljómur 5・24x24 cm
Falleg myndlistarverk eftir Sigmund Pál Freysteinsson og Halldór Eldjárn.
Maðurinn vinnur stöðugt gegn því að vera hluti af náttúrunni. Líf okkar er fullt af tólum og tækjum sem ýta okkur út í að lifa innan veggja stafrænnar tækni. Í staðinn fyrir að berjast gegn tækninni nýta þeir hana á nýstárlegan hátt í samblandi við aldagamalt rótgróið japanskt handverk. Skrifað er sérstakt forrit sem lætur tölvuna reikna stensilmynstur til prentunar út frá fyrirfram gefnum forsendum. Hefðbundið handverk mætir tækninni og afraksturinn er túlkaður og unninn á textíl með náttúrulegum aðferðum þar sem hver litur er unninn úr íslenskri náttúru samkvæmt aðferðum og hefðum sem Sigmundur hefur tileinkað sér. Úr verður til einstakur textíll þar sem tækni er nýtt á skapandi hátt í bland við sjálfbært handverk
Sigmundur Páll Freysteinsson er fata- og textílhönnuður sem leggur mikla áherslu á handverk og sérhæfir sig í náttúrulegum litunaraðferðum. Sigmundur útskrifaðist úr fatahönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2019 og stundaði síðan framhaldsnám í hefðbundnum japönskum textílaðferðum í Kyoto Seika University. Sigmundur flutti heim frá Kyoto vorið 2023 og starfar nú í Reykjavík.
Reykjavík, Ísland
— Stærð: 24×24 cm
— Efni: Ramí, náttúrulegur litur (elfting og steindir)