Í gegnum sína löngu sögu hefur japanska blómaskreytingalistin betur þekkt sem Ikebana, þróast og aðlagast tíðaranda hverju sinni án þess þó að missa sjónar á hefðbundnum gildum listformsins. Þar gegnir kenzan lykilhlutverki en hann samanstendur af hvössum pinnum úr látúni sem fastir eru á ryðfría blýplötu. Blómum og greinum er svo stungið í kenzaninn til að búa til fallegar skreytingar.
Ikebana er partur af kadō (華道), einum af þremur klassískum fágunarlistum Japans, sem myndi útleggjast sem „The Way of Flowers“ á ensku. Hinar tvær fágunarlistir Japans eru kōdō (香道 The Way of Incense) og chadō (茶道 The Way of Tea). Saman varðveita þessar listir hefðir og minningar fyrri tíma Japans.
Sögu Ikebana 剣山 má rekja aftur til 6. aldar þegar kínverskir trúboðar komu til Japans með búddíska helgisiði sem fólu í sér að færa Búdda blóm. Fyrsti blómaskreytingaskólinn í Japan, Ikenobō, var svo stofnaður af Ono no Imoko í upphafi 7. aldar. Aðrir helstu skólar í listinni eru Ko (Koryū), Ohara og Sogetsū.
Utan um kenzaninn er gúmmíhringur til að halda honum á sínum stað í vatni. Þess að auki er vert að minnast á að látún hefur bakteríudrepandi eiginleika svo halda má blómum lifandi lengur með notkun kenzan.
Sanjo, Niigata, Japan