Uji Homare er rjómakennt og fágað matcha sem framleitt er úr sérvöldum telaufum frá fyrstu uppskeru. Teið kemur frá Uji í hinu fræga Kohata-héraði, sem þekkt er sem fæðingarstaður teframleiðslu í Japan.
Uji Homare hefur keim af heslihnetum og umami, og því hentar sérstaklega vel að útbúa það með mjólk.
Hér má finna frekari upplýsingar um það hvernig útbúa má Matcha Latte.
Yame, Fukuoka, Japan
Mælið um 2g af Matcha með chashaku og sigtið í teskál. Blandið við það 65g af 80°C heitu vatni og þeytið teið með chasen í um 15 sek., eða þar til fínni froðu hefur verið náð.
Frekari upplýsingar má finna hér.
— Innihald: Grænt te
— Magn: 100g
— Ár uppskeru: 2025
— Geymið pokann í kæli eftir opnun.
Mikado | Hafnartorgi