Lei býður þér að uppgötva sjálfbæra leið til að njóta ilms í gegnum ilmolíulampa sem knýr sig áfram með hita kertaljóss í stað rafmagns.
Lei hefur verið kallaður ljóðrænasti ilmolíulampi heims og hefur unnið til fjölmargra alþjóðlegra hönnunarverðlauna siðan hann var fyrst kynntur. Lampinn er framleiddur úr endurunnum efnum og vegna þess að hann notast ekki við rafmagn, má stilla honum upp hvar sem er.
Lei ilmolíulampinn var fundinn upp af Yasusugi Nagato sem fékk svo hönnunarstofuna SOL Style í lið með sér við hönnun lampans. Þar komu vöruhönnuðirnir Yu Ito og Yoshimi Kemmotsu að hönnun hans.
Tokyo, Japan
Mikado | Hafnartorgi