Binkago-flöskupokinn var upphaflega notaður til að flytja sake og sojasósu. Í dag hefur hann fengið nútímalegra hlutverk, að bera vín eða nýtast sem hagnýt geymslulausn fyrir grænmeti í eldhúsinu.
Pokinn hentar vel til að bera 750 ml eða 1500 ml vínflöskur, en má einnig nota til að bera 1,8L sake-flösku.
Flöskupokinn er framleiddur af Sunami Tōru Shōten, fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var í borginni Kurashiki, Okayama-héraði Japans árið 1886. Í dag stendur fyrirtækið enn sterkum fótum með Ryuki Sunami í fararbroddi, en hann handvinnur hvern poka með aðferðum sem hann erfði frá ömmu sinni.
Okayama, Japan
— Stærð: 100×100x500 mm
— Þyngd: 65g
— Efni: Reyr
Mikado | Hafnartorgi