Hasami Porcelain diskur sem gerður er úr blöndu af leir og postulíni í stærð 185×21 mm og svörtum lit.
Hasami Porcelain er framleitt í Hasami, sögufrægum bæ sem staðsettur er í Nagasaki í Japan. Í yfir 400 ár hefur sérblöndun mulins steins frá Amakusa sem notuð er í þessari leir- og postulínsblöndu búið til suma fallegustu leirmuni í heimi. Sjarmi Hasami Porcelain felst í áferð munanna, hún er náttúruleg og gróf en samt þægileg viðkomu. Það er lífrænni tilfinning fyrir vörum frá Hasami Pocelain en fyrir vörum sem gerðar eru úr hefðbundnu postulíni en þrátt fyrir það ná þær samt að halda í fágun og fínleika.
Línan var hönnuð árið 2010 af Taku Shinomoto og byggir á kjarna japanskrar fagurfræði. Hún einkennist af skýrum og einföldum línum og er hönnuð til að staflast, þannig mætti nota kökudisk sem lok á skál eða lítinn disk sem undirskál. Þetta kerfi er innblásið af þrepaskiptum boxum sem notuð eru í japanskri matargerð en eru hér endurhugsuð á nýtískulegan máta. Hver munur er handgerður og einstakur.
Hasami, Nagasaki, Japan