Hasami Porcelain eikarbakki í stærð 255×21 mm.
Trébakkarnir eru hluti af postulínsborðbúnaðinum frá Hasami Porcelain og eru hannaðir til að bera fram mat eða borða af. Þeir geta einnig nýst sem lok á skálar.
Línan var hönnuð árið 2010 af Taku Shinomoto og byggir á kjarna japanskrar fagurfræði. Hún einkennist af skýrum og einföldum línum og er hönnuð til að staflast. Þetta kerfi er innblásið af þrepaskiptum boxum sem notuð eru í japanskri matargerð en eru hér endurhugsuð á nýtískulegan máta. Hver munur er handgerður og einstakur.
Asahikawa, Hokkaido, Japan
Mikado | Hafnartorgi