Kamenoko Tawashi uppþvottaburstar eiga sér langa sögu í Japan, en þeir hafa verið framleiddir í Tokyo síðan árið 1907 með framleiðsluaðferðum sem haldist hafa óbreyttar alla tíð síðan.
Burstarnir eru framleiddir úr pálmatrefjum, afar endingargóðu en um leið lífbrjótanlegu efni. Burstinn er fullkominn til að þrífa skurðbretti og skrúbba leirtau, pönnur eða grænmeti án þess að rispa eða skemma yfirborðið.
Á japönsku þýðir „kamenoko“ lítil skjaldbaka og „tawashi“ bursti — tilvísun í lögun burstans og tengingu hans við vatn og langlífi.
Burstinn verður að standast 20 punkta skoðun til að fá hinn virta Kamenoko Tawashi samþykkisstimpil.
Tokyo, Japan
Mikado | Hafnartorgi