Kujira hnífur・Hrefna
Kujira-hnífarnir fá nafn sitt frá risum hafsins, hvölum (kujira á japönsku). Hnífurinn á skemmtilega upprunasögu en fyrsti japanski Kujira-hnífurinn var smíðaður af járnsmiðnum Toru Yamashita að beiðni móður sem leitaði að öruggum hníf til að kenna barni sínu að ydda blýanta.
Fyrsti hnífurinn sem Yamashita hannaði líktist búrhval með stórum og ávölum hnífsoddi og vegna vinsælda hans hannaði hann enn fleiri hnífa í línuna, þar á meðal hrefnuna.
Þó vissulega megi nota hnífana til að ydda blýanta að þá eru þeir einnig frábærir fyrir ýmsa viðarvinnu og eldhúsverk eða bara til að glæða matarborðið lífi.
Hnífarnir eru enn handsmíðaðir af stálverksmönnum í Tosa í Kochi-héraði Japans. Svæðið hefur yfir 700 ára sögu af smíði hnífa og sverða og er einnig þekkt fyrir hvalaskoðun sem gerir hnífana að einstakri blöndu af sögu og náttúru.
Kochi, Japan
— Stærð: 158×50 mm
— Efni: Shiroko High-Carbon stál með Kurouchi-áferð og tvíeggja blaði
— Handþvo skal hnífinn og ekki má setja hann í uppþvottavél.