Léttur og endingargóður svitalyktareyðir frá Le Labo sem skilur húðina eftir þurra og ferska án þess að bletta föt.
Svitalyktareyðirinn inniheldur náttúrulegt glýserín til að róa húðina og koma á jafnvægi á raka, ásamt andoxunarefnum, E-vítamíni og steinefnasöltum. Hann inniheldur hvorki álklóríð, klórhýdrat né sirkon.
Grooming línan frá Le Labo hefur léttan ilm af fersku bergamot og lavender ásamt fjólu og tonkabaun, sem minnir á gamaldags rakarastofur.
Fyrir fyrstu notkun skal virkja kúluna með því að þrýsta henni varlega á húðina svo hún snúist. Eftir noktun er mikilvægt að tryggja að lokið sé vel skrúfað á til að koma í veg fyrir að formúlan þorni.
Grasse — New York
— Stærð: 50 ml
— Allar vörur frá Le Labo eru án parabena og rotvarnarefna, eru vegan og hafa ekki verið prófaðar á dýrum.