Oroshigane rifjárn
Verð
9.990 kr
Verð
per
Oroshigane 卸金 rifjárnið passar þægilega í lófa og er fullkomið til að rífa wasabi, engifer, hvítlauk eða sítrusávexti án þess að merja hráefnið.
Hvert rifjárn er unnið úr kopar og húðað tini til að auka endingu og veita ryðvörn. Tennur rifjárnsins eru loks skornar og lyft upp, einni í einu, af handverksmönnum.
Óregluleg uppröðun tanna rifjárnsins gerir hráefnin sem notuð eru sérstaklega bragðmikil, þar sem safinn skilur sig ekki frá trefjunum við notkun þess.
Oroshigane rifjárnin eru framleidd af Kiya 木屋, sem stofnað var á miðju Edo-tímabili Japans árið 1792 og er þekkt fyrir framleiðslu hágæða hnífa og eldhúsvara.
Takaoka, Japan
— Stærð: 95×57 mm
— Efni: Kopar & tin
Handþvo skal rifjárnið og ekki má setja það í uppþvottavél.
Mikado | Hafnartorgi