KOMA kertastjakinn frá Takazawa Candle byggir á yfir 900 ára sögu Nanbu málmvara sem framleiddar eru í Iwate í Japan og er handunninn af japanska iðnaðarmanninum Hisao Iwashimizi.
Nanbu málmvörur, sem kallaðar eru Nanbu tekki, vísa sérstaklega til steypujárnsvara sem framleiddar eru í Iwate héraði Japans. Héraðið hefur alltaf verið ríkt af steinefnum sem varð til þess að fyrstu námur svæðisins voru gangsettar á Nara tímabilinu, (710–794). Það var þó ekki fyrr en á 17. öld sem steypujárn varð jafn eftirsótt og nú, þegar ættfaðir Nanbu ættarinnar sem stjórnaði svæðinu í nokkrar aldir, safnaði saman bestu málmverkamönnum landsins til að upphefja málmiðnað svæðisins.
Nanbu tekki er oft lýst sem úrvals steypujáni og er það sérstaklega þekkt fyrir ótrúlega endingu sína.
Stjakinn er hannaður fyrir NANOHANA kertin frá Takazawa Candle sem finna má hér.
Iwate, Japan
— Stærð: 33×33×28 mm
— Efni: Steypujárn
— Þegar kerti eru sett í stjakann þarf ekki að ýta þeim alveg niður. Þegar þau komast ekki lengra, þá eru þau á réttum stað.