Fallegir bollar frá KLEI atelier.
KLEI bollinn er lífrænn í laginu, flæðandi og skemmtilegur með mjólkurkenndum gljáa. Ytra byrði bollans er hrátt svo þú getur fengið þá tilfinningu að þú sért að drekka úr keri sem er búið til úr leir.
Leirlistakonan Hulda Katarína Sveinsdóttir er á bakvið KLEI atelier. Hulda er alin upp í skapandi umhverfi föður síns, alþýðulistamanni og smið. Að alast upp í þess konar umhverfi kenndi henni að meta handverkið og bera virðingu fyrir ferlinu á bak við sköpun með höndunum. Stíll hennar einkennist af jafnvægi sem hún nær á milli forms og virkni. Hver hlutur er hannaður til að lyfta upp hversdagsleikanum. Listræn sýn Huldu undirstrikar endalausa möguleika hönnunar með mismunandi tækni, sem leiðir af sér hluti sem eru bæði fagurfræðilega ánægjulegir og hagnýtir.
Reykjavík
— Stærð: Hver bolli er einstakur í lögun og stærð ~Ø60-70 mm
— Efni: Steinleir
Glerungurinn er ekki eitraður og öruggur til neyslu matvæla. Þar sem hver bolli er handgerður má búast við smávægilegum breytileika í litum og lögun sem gefur hverjum bolla einstakt yfirbragð.