Ilmur reykelsisins frá 1616 / arita japan er innblásinn af sögu Arita. Viður hefur spilað stórt hlutverk í þróun bæjarins en þar voru furutré upphaflega notuð til að brenna eldsneyti. Við einkennandi ilm furu er svo bætt sedrusvið, negul og kardamommu til að glæða ilminn lífi en einnig vetiver og patchouli.
Vöruhönnuðurinn Teruhiro Yanagihara sem hannað hefur postulín fyrir 1616 / arita japan og ilmhönnuðurinn Kan Izumi sameina hér krafta sína og útkoman er einkennandi ilmur sem er nýr en kunnuglegur á sama tíma.
Innblásinn af djúpri reynslu og færni handverksfólks frá Arita, þróaði hönnuðurinn Teruhiro Yanagihara nútímalegt úrval af vörum sem hannaðar eru til notkunar dags daglega og eru enn framleiddar í sömu verksmiðjum og upprunalegu Arita leirmunirnir.
Arita, Japan
— Stærð: Ílát er 102
×34×30 mm / Reykelsi eru 65 mm
— Efni: Postulín
— Brennslutími: U.þ.b. 15 mínútur
— Fjöldi: 50 reykelsisstangir