Lapuan Kankurit

Viskustykki・48×70 cm・Linen/Cinnamon

Útsöluverð Verð 4.490 kr Verð Verð  per 

Viskustykkin frá Lapuan Kankurit eru fullkominn kostur í eldhúsið. Vistvæna hörið dregur vel í sig bleytu og þornar fljótt sem heldur því fersku lengur.

Hörið sem notast eru við í viskustykkin er vistvænt, ræktað í Normandí í norðurhluta Frakklands og er 100% rekjanlegt, Masters of Linen hörgarn. Allt garn sem notað er í viskustykkin er spunnið og litað í Evrópu samkvæmt REACH reglugerðum og er ÖKO-TEX vottað.

Stefna Lapuan Kankurit er að bera ábyrgð á allri framleiðslu, frá garni til tilbúinna vara. Meginhluti allrar framleiðslu fyrirtækisins er í verksmiðju þeirra í Lapua, að undanskildum parti saumavinnunnar sem fer fram í dótturfyrirtæki þeirra í Litháen.

Lapuan Kankurit var stofnað árið 1973 og framleiðir fjölhæfan innanhúss-, eldhús- og baðtextíl úr hreinum náttúrulegum efnum í verksmiðju sinni í Finnlandi. Fyrirtækið metur ekki aðeins góða hönnun heldur einnig sjálfbæra þróun og rekjanleika efna. Lapuan Kankurit er eina finnska textílverksmiðjan sem hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá inngöngu í samtök The European Masters of Linen.

Almennar upplýsingar
/ Stærð: 480×700 mm
/ Efni: 100% Masters of Linen hör
/ Umhirða: Viðkvæmt þvottakerfi við 40–60°C í miklu vatni. Ekki er ráðlagt að nota mýkingarefni né klór, aðeins lítið magn af þvottadufti. Má ekki fara í þurrkara.
/ Gott er að móta viskustykkið aftur á meðan það er rakt. Hörtrefjar geta losnað af vörunni á meðan þvotti stendur, það er eðlilegt við fyrstu þvotta. Einnig er gott að hafa í huga að litur náttúrulegs hörs verður ljósari við þvott. Strauja skal við vægan hita.

Lapua, Finnland