Saikai Trading

Upptakari・Skiptilykill

Útsöluverð Verð 3.990 kr Verð Verð  per 

Þessir skemmtilegu upptakarar eru hannaðir af Tadahiro Baba, sérhæfðum hönnuði Nanbu málmvara, í formi verkfæra.

Hver upptakari er húðaður með urushi, tegund af japönsku lakki sem gefur hlutum djúpan svartan lit og veitir ryðvörn um leið. 

Upptakarinn byggir á yfir 900 ára sögu Nanbu málmvara sem framleiddar eru í Iwate í Japan. Nanbu málmvörur, sem kallaðar eru Nanbu tekki, vísa sérstaklega til steypujárnsvara sem framleiddar eru í Iwate héraði Japans. Héraðið hefur alltaf verið ríkt af steinefnum sem varð til þess að fyrstu námur svæðisins voru gangsettar á Nara tímabilinu, (710–794). Það var þó ekki fyrr en á 17. öld sem steypujárn varð jafn eftirsótt og nú, þegar ættfaðir Nanbu ættarinnar sem stjórnaði svæðinu í nokkrar aldir, safnaði saman bestu málmverkamönnum landsins til að upphefja málmiðnað svæðisins.

Nanbu tekki er oft lýst sem úrvals steypujáni og er það sérstaklega þekkt fyrir ótrúlega endingu sína.

Almennar upplýsingar
/ Stærð: 150×64 mm
/ Efni: Steypujárn
/ Umhirða: Geymist á þurrum stað.  Handþvo skal upptakarann og ekki má setja hann í uppþvottavél. Með tímanum getur urushi-lakkið slitnað og sýnt silfurbrúnan lit steypujárnsins undir. 

Iwate, Japan