Segja má að Thibault borðstofustóllinn líki eftir einfaldleika í sinni hreinustu mynd en hann miðlar í það minnsta skandinavísku hönnunarreglunum um handverk, einfaldleika og glæsileika.
Öll góð húsgögn eiga að geta staðist tímans tönn, hvað varðar endingu jafnt sem hönnun. Þetta er mottó Rune Vigil Nielsen og Esben Christoffersen en þeir stofnuðu Ebenhart í Danmörku árið 2014.
Með því að nota einföld form og gæði að leiðarljósi, framleiðir Eberhart fallega hönnuð húsgögn sem uppfylla þarfir hversdagsins, eru fær um að standast tímans tönn og endast í kynslóðum saman.
Eberhart trúir því að gæði og ending húsgagna fáist með þekkingu og virðingu á efniviðnum sem unnið er með. Framleiðslan er upprunnin á fjölskyldubýlinu þeirra sem staðsett er á Suður-Fjóni, þar sem þeir hanna vörur sínar, framleiða þær og tryggja gæði áður en þau leggja leið sína á nýtt heimili.
Thibault var hannaður árið 2020 og er handgerður úr gegnheilli eik með látúnsfestingum. Hann er einnig staflanlegur og því auðvelt að geyma.
Suður-Fjón, Danmörk
— Stærð: H80 (sæti H46 cm) / B45 / D42 cm
— Þyngd: 6 kg
— Efni: Eik & látún
— Eberhart notast við olíu frá Junkers til að lita eikina dökka/svarta.
Skoða má leiðbeiningar varðandi umhirðu og þrif stólanna hér.