Bergþóra Jónsdóttir

Systralag II / VIII・Prent・30×40 cm

Útsöluverð Verð 7.990 kr Verð Verð  per 

Bergþóra Jónsdóttir er sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður sem lærði í Danmörku, á Íslandi (BA 2011), í Vínarborg og Kanada (Mdes 2014). Hún hefur auk þess unnið á Íslandi, í Montréal í Kanada og í höfuðborg Sviss, Bern. Bergþóra er mikill aðdáandi þess að vinna með ástríðufullu fólki sem vill gera heiminn að betri stað.

Prentið er frá sýningu hennar Systralag II, sem er sýning Bergþóru frá því veturinn 2020 þar sem hún upphefur konur af ólíkum bakgrunni og baráttu þeirra til jafnréttis. Hvert og eitt verk vísar í ákveðna baráttukonu eða hóp kvenna og hugsjónir þeirra. Hluti ágóða sölunnar rennur til Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Sýningin var styrkt af Menningarsjóði Dalvíkurbyggðar.

Þetta verk vísar í Toni Morrisson

„Hún safnaði saman brotunum af mér og gaf mér þau öll aftur í réttri röð.“

Toni Morrisson, rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi

Upplýsingar
/ Stærð: 30×40 cm
/ Upplag: 25 eintök, númeruð og árituð.
/ Plakötin eru prentuð á óhúðaðan 300 g Munken Pure (kremaður).
/ Rammi fylgir ekki með.

Hægt er að kaupa ramma með ekta gleri hér.

Dalvík, Ísland