Speglar úr stáli eftir Theodóru Alfreðsdóttur.
Þessir hagnýtu veggskúlptúrar urðu til út frá þrívíðum skissum úr pappa, sem svo voru færðar yfir í tilraunir á ryðfríum stálplötum. Fyrsti spegillinn sem var þróaður var þessi ferningur, en hann byrjaði sem áskorun til þess að umbreyta ferningi af pússuðu stáli yfir í eitthvað með meiri karakter. Var það gert án þess að bæta við eða taka úr efninu, og þar af leiðandi ekki búið til neinn úrgangur.
Hönnunin nýtir sér eiginleika stálsins, það er, hversu auðvelt það er að beygja það og hvernig hægt er að breyta útliti þess og notagildi með mismunandi yfirborðsmeðhöndlun.
Speglarnir voru frumsýndir á Hönnunarmars 2022 í Mikado og er hver spegill framleiddur eftir pöntun.
London, Bretland
Upplýsingar
/ Stærð: 50×50 cm
/ Efni: Burstað stál
Speglarnir eru laser skornir, síðan beygðir og að lokum er burstaði hlutinn handburstaður.