Soukou Matcha 爽香
Ristað • Rjómakennt • Flauelsmjúk áferð
Soukou er matcha í hæsta gæðaflokki frá Yame og dásamleg leið til að kynnast heimi matcha. Teið er ferskt og um leið flauelsmjúkt og er unnið úr úrvals telaufum frá nokkrum svæðum í Fukuoka í Japan.
Þegar horft er á gæði í samanburði við kostnað, er fátt sem slær Soukou við.
Matcha er fínmalað te unnið úr telaufum sem skyggð eru frá sólinni fyrir uppskeru sem hægir á vexti þeirra. Þetta ferli þéttir blaðgrænu og eykur amínósýrur og önnur næringarefni í laufunum og skilar fallegum og djúpum grænum lit með auknum heilsufarslegum ávinningi. En engin önnur fæðutegund inniheldur jafn mikið af andoxunarefnum.
Eftir tínslu eru telaufin möluð í fínt duft með steini til að draga úr oxun. Þar sem mölun með steini getur komið hita í laufin er það gert afar hægt, eða um 30g á klukkustund.
Allt þetta skilar svo matcha með áköfum grænum lit, sætum ilmi og hnetukenndu bragði.
Fukuoka, Japan
Mælið um 2g af Matcha með chashaku og sigtið í teskál. Blandið við það 65g af 80°C heitu vatni og þeytið teið með chasen í um 15 sek., eða þar til fínni froðu hefur verið náð.
Frekari upplýsingar má finna hér.
— Innihald: Grænt te
— Magn: 20g
— Geymið dósina í kæli eftir opnun. Einnig getur reynst gott að setja dósina í margnota poka áður en hún er sett inn í ísskáp til að varna því að teið dragi í sig ilm úr ísskápnum.