Kertastjakarnir Snug, frá Sanna Völker, eru handgerðir af steinhöggvurum í Barcelona sem hafa fínstillt hæfileika sína í fjórar kynslóðir, eða frá 1880. Stjakarnir eru unnir úr afgöngum af náttúrulegum steini sem handvalinn er úr námu sem staðsett er í litlu fjallaþorpi í Barcelona, sumir allt að 500 milljón ára gamlir.
Kjarni stjakans er efnið sjálft, sem er svo undirstrikað með naumhyggjulegri hönnun hans. Verkefnið fagnar staðbundnu handverki, sjálfbærni og gæðum efniviðarins.
Sanna Völker er sænskur húsgagna- og vöruhönnuður sem búsett er í Barcelona. Verkum hennar má lýsa sem leit að jafnvægi milli hráleika og fágunar. Hönnun hennar hefur oft tilvísanir í arkitektúr og brútalisma. Afskipti manna af náttúrunni er þema sem hún kannar oft í verkum sínum og parar við vanda umhverfismála.
Sanna hefur mikinn áhuga á handverki og hvernig hægt er að umbreyta hefðbundnum efnum á nýtískulegan hátt og vinnur með handverksfólki víðsvegar í heiminum.
Barcelona, Spánn
— Stærð: 150×30×90 mm
— Litur: Beinhvítir og sandlitaðir tónar
— Efni: Travertín
Til að forðast mögulega bletti frá vaxi kertanna er mælt með því að setja kertastjakann á stað þar sem það blæs ekki vindur á hann. Einnig er mælt með því að fjarlægja kertin úr stjakanum áður en þau ná niður í steininn.
Stjakinn er hannaður til notkunar með kertum sem leka ekki, í stærð Ø22 mm.
Vinsamlegast athugið að þar sem stjakarnir eru gerðir úr náttúrulegum steini leiðir það til blæbrigðamunar í áferð og lit á milli eintaka.