Nippon Kodo

Oedo-Koh reykelsi・Furutré

Útsöluverð Verð 7.990 kr Verð Verð  per 

Oedo-Koh er japanskt reykelsi í hæsta gæðaflokki sem framleitt er af Nippon Kodo. Línan er innblásin af list, handverki og menningu gömlu Edo, höfuðborg Japans frá 1603 til 1868, sem nú er betur þekkt sem Tokyo.

Þetta reykelsi Oedo-Koh með ilm af furutré er viðeigandi viðbót við Oedo-Koh vörulínuna, þar sem furutré eru mjög virt í japanskri menningu. Trén tengjast heppni og langlífi og er tréskurður sem sýnir gamla Edo-tímabilið oft með myndskreytingum af furutrjám.

Ilmurinn er hressandi og eru reykelsin og kassinn eru í grænum lit. Einnig fylgir reykelsisstandur sem gerður er úr tini.

Nippon Kodo (日本 香 堂) er japanskur reykelsisframleiðandi sem á rætur sínar að rekja aftur um 400 ár til Juemon Takai, meistara í reykelsisgerð sem betur var þekktur sem Koju. Koju var lærður handverksmaður í reykelsisgerð og gerði reykelsi fyrir keisara Japans með sinni einstöku snilld.

Í dag eru margir af þeim hágæða ilmum sem Nippon Kodo framleiðir enn byggðir á upprunalegu formúlum Koju ásamt formúlum frá Yujiro Kito, sem hylltur var sem meistari ilms á Meiji tímabilinu frá 1867–1912. Það var tími umbyltingar í japönsku þjóðlífi og hvati að iðnvæðingu Japans, þegar landið opnaði dyr sínar fyrir heiminum og fór að nútímavæða sig.

Reykelsi rötuðu til Japans á 8. öld með munkum sem notuðu ilminn dularfulla við trúarathafnir sínar. „Koh“, eins og reykelsi kallast á Japönsku, varð fljótt stór hluti af japanskri menningu en það var ekki fyrr en á 14. öld sem vinsældir þess náðu hámarki hjá efri stéttum landsins sem notuðu það sem merki um fágun. Á þessu tímabili fóru samúræjar einnig að nota reykelsi í hjálmum sínum á leið sinni í bardaga. Þá var reykelsið sagt hafa róandi áhrif sem hjálpaði stríðsmönnum að halda yfirvegun og einbeitningu á vígvellinum.

Almennar upplýsingar
/ Fjöldi: 60 stk
/ Stærð kassa: 67×102×22 mm

/ Stærð reykelsa: Um 56 mm
/ Brennslutími: Um 12 mínútur
/ Sýnið varkárni við brennslu reykelsa, brennið á óeldfimu yfirborði og ekki án eftirlits.

Japan