NOPI
NOPI: THE COOKBOOK inniheldur yfir 120 uppskriftir af vinsælustu réttum framúrstefnulega veitingastaðarins NOPI sem staðsettur er í Soho í London. Bókin er skrifuð af eiganda staðarins Yotam Ottolenghi ásamt yfirmatreiðslumanni NOPI, Ramael Scully, sem býr yfir sérstöku asísku ívafi í eldhúsinu. Hvort sem þú ert fastagestur á NOPI og vilt komast að leyndarmálinu á bakvið uppáhaldsréttinn þinn eða aðdáandi Ottolenghi, sem hefur áhuga á eldamennsku, þá inniheldur bókin safn uppskrifta sem munu veita innblástur, vera áskorun og gleðja.
Allar uppskriftirnar hafa verið einfaldaðar sem gera heimiliskokknum auðveldara fyrir að endurskapa þær heima við. Þær eru allt frá einfaldari uppskriftum yfir í flóknari, svo það er eitthvað að finna fyrir allt matreiðslufólk. Bókin inniheldur rétti sem aðdáendur Ottolenghi ættu að kannast við líkt og forrétt með eggaldini og svörtum hvítlauk eða grillað perugrasker með sætum tómötum, auk margra rétta sem munu skora á þau sem elda upp úr bókinni. Fleiri réttir sem hægt er að nefna eru nautakrókettur eða persnesk hrísgrjón. Bókinni er skipt niður í kafla eftir forréttum og meðlæti, fisk-, kjöt- og grænmetisréttum, búðing, dögurð, kryddjurtum og kokteilum, sem gerir auðvelt að skapa matseðil fyrir hvaða tilefni sem er.
— Stærð: 20 × 28 cm
— 352 blaðsíður
— Kápa: Harðspjalda
— Tungumál: Enska
— ISBN: 9780091957162