Morihata

Matcha-skál・Youhen Ibushi

Útsöluverð Verð 9.990 kr Verð Verð  per 

Í gegnum aldirnar hefur sú japanska athöfn að útbúa te þekkt sem chadō (茶道 „The Way of Tea“) orðið að listgrein útaf fyrir sig. Því er ekki furða að matcha-skálarnar (茶碗 „Chawan“) sem notaðar eru í þær athafnir hafi sjálfar orðið að listmunum í gegnum tíðina.

Falleg matcha-skál, er einn mikilvægasti þáttur japönsku teathafnarinnar og er hún því oft talin einn tignarlegasti og mikilvægasti hlutur heimilisins.

Skálin hefur hráan og kantaðan stíl og er gerð í hefðbundnum Youhen Ibushi keramikstíl með grófa áferð sem minnir á kælt hraun. Hún er gerð í höndunum með gömlum aðferðum frá Shiga svæðinu í Japan og eru hönnuð til að búa til slétt og froðukennt te sem elskað er af matcha áhugamönnum.

Matcha-skálin er framleidd á Shiga-svæðinu í Japan sem lengi hefur verið talið miðstöð keramikiðnaðarins þar í landi og hefur framleitt Shigaraki keramik síðan 742 e.Kr.

Hvernig skal nota skálina
Til að útbúa matcha skal hella sjóðandi vatni í teskálina og leyfa því að kólna örlítið. Þar næst er matcha-dufti bætt við með bambussleif. Með því að nota bambuspísk (茶筅 „Chasen“) skal þeyta teið kröftuglega fram og tilbaka með því að mynda „M“ í skálina þar til teið nær rjómakenndri froðu. Drekkist beint úr skálinni.

Almennar upplýsingar
/ Stærð: Ø114×76 mm
/ Efni: Keramik & blýlaus glerungur
/ Vinsamlegast athugið að þar sem skálarnar eru handgerðar mun vera örlítill blæbrigðamunur á milli eintaka.

Umhirða
Að eiga matcha skál krefst góðrar meðhöndlunar og þar sem hver skál er handgerð
 eru þessar skálar ekki hentugar fyrir örbylgjuofn, ofn eða uppþvottavél og ætti að þvo með mildri sápu og þurrka strax eftir notkun.

Shiga, Japan