Wästberg

Holocene No. 2・Olíulampi

Útsöluverð Verð 36.990 kr Verð Verð  per 

Holocene No. 2 olíulampi eftir David Chipperfield fyrir Wästberg.

David Chipperfield er fæddur í London og stofnaði David Chipperfield Architects árið 1985. Hann var prófessor í arkitektúr við Staatliche Akademie der Bildenden Kuenste í Stuttgart árunum 1995–2001 og Norman R. Foster gestaprófessor í arkitektúr & hönnun við Yale háskóla árið 2011. Hann hefur kennt og flutt fyrirlestra um allan heim í arkitektaskólum í Austurríki, Ítalíu, Sviss, Bretlandi og Bandaríkjunum. Árið 2012 stjórnaði David Chipperfield þrettándu alþjóðasýningu arkitektúrs á Feneyjatvíæringnum.

Upplýsingar
/ Stærð: Ø105×94 mm
/ Efni: Látún (e. brass)

Notkun olíulampa
Nota skal hefðbundna lampaolíu í lampann sem fæst á bensínstöðvum eða í byggingavöruverslunum. Olía fylgir ekki. Nota skal 50 ml af olíu þegar fyllt er á lampann en gott er að vita að 2 ltr. af olíu ættu að endast í um 140–150 klst.  

Bómullarkveikur fylgir lampanum og við rétta notkun ætti hann að brenna um 6–12 mm á hverja 2 ltr. af lampaolíu. Aldrei skal brenna þurran kveik, alltaf þarf að tryggja að hann sé blautur í gegn af olíu. Ef lampinn myndar reyk við notkun er það vegna þess að kveikurinn er og hátt uppi, færa skal kveikinn varlega neðar þar til reykurinn hættir. Fyrir hverja notkun er best að snyrta af kveiknum með skærum til að tryggja að hann brenni jafnt.

Umhirða
Ólakkað látún mun tjarna með tíma og notkun, það er algjörlega skaðlaust. Í okkar augum er þetta fallegt ferli sem gefur hverjum hlut einstakt og persónulegt yfirbragð en ef eigandinn kýs að halda í upprunalegan gljáa er einfaldlega hægt að þurrka af hlutnum með koparhreinsi.

Helsingborg, Svíþjóð