Undir yfirborðinu・Bakki・Lítill・Ferskjulitaður
Undir yfirborðinu; bakkar sem vakna til lífsins við samspil ljóss og skugga.
Bakkarnir voru upphaflega hannaðir fyrir sýninguna Hæ / Hi sem átti að vera sýnd á Hönnunarmars 2020, en vegna Covid-19 var sýningunni frestað til 2021.
Bakkarnir tveir takast á við viðfangsefni Hæ / Hi sem fjallar um vinskap með áherslu á það að kynnast. Með aukinni nánd opnum við okkur fyrir fólki, leyfum þeim að skyggast dýpra inn í kjarna okkar og persónuleika sem hafa verið mótuð af bakgrunni og umhverfi. Í fyrstu tekur áhorfandinn eftir útlínum bakkanna og lit þeirra, en við nánari skoðun má greina form sem leynast undir yfirborðinu og vakna til lífsins við samspil ljóss og skugga.
Reykjavík, Ísland
— Stærð: 157×157×33 mm
— Efni: Jesmonite & gler