Theodóra Alfreðsdóttir

Undir yfirborðinu・Bakki・Lítill・Ferskjulitaður

Útsöluverð Verð 12.990 kr Verð Verð  per 

Undir yfirborðinu; bakkar sem vakna til lífsins við samspil ljóss og skugga.

Bakkarnir voru upphaflega hannaðir fyrir sýninguna Hæ / Hi sem átti að vera sýnd á Hönnunarmars 2020, en vegna Covid-19 var sýningunni frestað til 2021.

Bakkarnir tveir takast á við viðfangsefni Hæ / Hi sem fjallar um vinskap með áherslu á það að kynnast. Með aukinni nánd opnum við okkur fyrir fólki, leyfum þeim að skyggast dýpra inn í kjarna okkar og persónuleika sem hafa verið mótuð af bakgrunni og umhverfi. Í fyrstu tekur áhorfandinn eftir útlínum bakkanna og lit þeirra, en við nánari skoðun má greina form sem leynast undir yfirborðinu og vakna til lífsins við samspil ljóss og skugga.

Upplýsingar
/ Stærð: 157×157×33 mm
/ Efni: Jesmonite & gler

Reykjavík, Ísland