Munck Ceramics

Espresso sett・Hvítur bolli

Útsöluverð Verð 8.990 kr Verð Verð  per 

Fallegt espresso-sett frá dönsku leirlistakonunni Birgitte Munck.

Birgitte er búsett í Reykjavík og hefur unnið með leir í yfir 35 ár og hefur að auki haldið fjölda námskeiða fyrir leirlistafólk. Hún vinnur fyrst og fremst með steinleir og raku.

Leirmunir Birgitte eru af ýmsum gerðum, allt frá eldhúsvörum yfir í blómavasa af öllum stærðargráðum. Að auki framleiðir hún raku-muni sem fegra heimilið. Það er henni mikilvægt að leirmunirnir hennar séu notaðir í hversdagsleikanum.

Samhliða smærri leirmunum hefur Birgitte einnig framleitt stærri muni fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Við þróun þeirra sækir hún innblástur í þann tíma sem hún eyddi í Japan og í miðausturlöndum ásamt íslenska náttúru. Form hlutanna er með gott jafnvægi, værð og ró yfir sér, og er ætlað að gleðja eigendur þeirra til margra ára.

Almennar upplýsingar
/ Stærð bolli: ~Ø65×60 mm
/ Stærð diskur: ~Ø150×7 mm
/ Efni: Steinleir
/ Umhirða: Má setja í uppþvottavél og örbylgjuofn. Má ekki setja inn í ofn né yfir eld. 

Vinsamlegast athugið 
Hver munur frá Munck Ceramics er handgerður og því einstakur og smávægilegur lita-, áferðar og stærðarmunur gæti verið á milli hluta.

Reykjavík/Kaupmannahöfn