Byakudan Shouten Koh Premium frá Nippon Kodo er reykelsi í þeirra hæsta gæðaflokki og unnið úr hinum eftirsótta Byakudan sandalvið. Hvert reykelsi er 37,5 cm að lengd og brennur afar hægt, eða í um 4 klst.
Sandalviðarlyktin gefur ríkan, sætan, trékenndan ilm sem hefur lengi verið notaður í musterum búddista og hindúa til að hjálpa til við hugleiðslu. Með þroskuðum og göfugum ilm eykur sandalviður einbeitningu og er sagður stuðla að sjálfsskoðun. Því hentar hann fullkomlega til slökunar og hugleiðslu.
Nippon Kodo (日本 香 堂) er japanskur reykelsisframleiðandi sem á rætur sínar að rekja aftur um 400 ár til Juemon Takai, meistara í reykelsisgerð sem betur var þekktur sem Koju. Koju var lærður handverksmaður í reykelsisgerð og gerði reykelsi fyrir keisara Japans með sinni einstöku snilld.
Í dag eru margir af þeim hágæða ilmum sem Nippon Kodo framleiðir enn byggðir á upprunalegu formúlum Koju ásamt formúlum frá Yujiro Kito, sem hylltur var sem meistari ilms á Meiji tímabilinu frá 1867–1912. Það var tími umbyltingar í japönsku þjóðlífi og hvati að iðnvæðingu Japans, þegar landið opnaði dyr sínar fyrir heiminum og fór að nútímavæða sig.
Reykelsi rötuðu til Japans á 8. öld með munkum sem notuðu ilminn dularfulla við trúarathafnir sínar. „Koh“, eins og reykelsi kallast á Japönsku, varð fljótt stór hluti af japanskri menningu en það var ekki fyrr en á 14. öld sem vinsældir þess náðu hámarki hjá efri stéttum landsins sem notuðu það sem merki um fágun. Á þessu tímabili fóru samúræjar einnig að nota reykelsi í hjálmum sínum á leið sinni í bardaga. Þá var reykelsið sagt hafa róandi áhrif sem hjálpaði stríðsmönnum að halda yfirvegun og einbeitningu á vígvellinum.
Japan
Upplýsingar
— Fjöldi: 20 stk
— Stærð kassa: 385×30×20 mm
— Stærð reykelsa: Um 375 mm
— Brennslutími: Um það bil 4 klst.
— Sýnið varkárni við brennslu reykelsa, brennið á óeldfimu yfirborði og ekki án eftirlits.