Atli Bollason

Aquarelle Noisescape II・Prent・50×70 cm

Útsöluverð Verð 64.990 kr Verð Verð  per 

Verk Atla Bollasonar hverfast gjarnan um suð, truflanir, boðskipti og úrsérgengna miðlunartækni. Síðustu sýningar hans hafa verið í Spinnerei í Leipzig, Ásmundarsal, Gallerí Port og Norræna húsinu. www.atlibollason.com.

„Í Leipzig sankaði ég að mér fjöldamörgum slides-myndum og notaði sem hráefni í myndverk og innsetningar. Svo sat ég uppi með fjöldamargar pínulitlar glerplötur sem höfðu verndað elstu myndirnar. Ég gerði alls kyns tilraunir með að mála á glerið og varpa afrakstrinum á vegg. Sumir litir voru kornóttari en aðrir, og einn þeirra myndaði sérstaklega gróft punkta-mynstur þegar hann þornaði. Ég er hugfanginn af suði og ögnum – mér finnst svo magnað hvernig augað leitast við að finna mynstur í öllu sem það sér; hvernig heilinn reynir að troða öllu nýju í kassa með hinu sem við þekkjum. Þegar ég stækkaði þessar glerplötur þá líktist mynstrið einhverju landslagi: árósum eða jökli eða fjarlægri reikistjörnu. Samt er þetta ekki neitt neitt, oggulitlar misdreifðar agnir, hálfgert suð. En þessi suðandi mynstur eru alls staðar, öll veröldin er gerð úr þeim.“

Upplýsingar
/ Stærð: 50×70 cm
/ Upplag: 7 eintök, númeruð og árituð.
/ Ætimyndir á pappír.
/ Verkið kemur innrammað.

Reykjavík, Ísland