Frama

Adam barstóll・Eik/svartur

Útsöluverð Verð 99.990 kr Verð Verð  per 

Upphaflegi Adam-stóllinn var hannaður af Toke Lauridsen árið 2010 til þess að nota á eigin vinnustofu í Kødbyen í Kaupmannahöfn. Hann var innblásinn af iðnhönnun og vinnustofu listamanna.

Adam barstóllinn er álitinn nútímaklassík og er línan þekkt sem Kaupmannahafnarstólarnir. Þeir eru glæsilegir og endingargóðir og henta vel á kaffihús, veitingastaði, heimili, gallerý og söfn.

Frama er þverfaglegt sköpunarhús sem býr til vörur sem hvetja til núvitundar og örva skynfærin. Merkið leggur áherslu á náttúruleg efni, einföld form og gæði án málamiðlana — þannig nær það á einstakan hátt að tengja það huglæga við það praktíska sem skilar sér í beinskeittri fagurfræði.

Upplýsingar
/ Stærð: H76 (sæti) / H96 (grind) / B42 cm × D32 cm
/ Efni: Stál & eik

Kaupmannahöfn, Danmörk