Jóna Hlíf

Á sama hátt・Myndlistarverk・1/6

Útsöluverð Verð 180.000 kr Verð Verð  per 

Á sama hátt, 2021. 1/6

Það er eitthvað við hversdaginn sem virðist varanlegt, við erum alltaf stödd í einhverri líðandi. En aðeins breytingin er eilíf, endalaus, ódauðlegsagði Schopenhauer. Öll veldi hrynja, lífið er strá. Á sama tíma er einhver uggur sem fylgir hugmyndinni um óendanleika í hversdeginum, við viljum tilbreytingu ekki eilífa endurtekningu. Samt þrá margir ekkert heitar en eðlilegt líf, að hversdagurinn muni alltaf halda áfram sinn veg. Melgresi er stórvaxið, grænleitt eða bláleitt gras með löngu, grófu axi sem er algengt í kringum landið og má einkum finna meðfram sjó eða upp á hálendi, í foksöndum, sandorpnum hraunum, vikrum og fjörum.

Jóna Hlíf hefur áður fjallað um tímann og skynjun mannsins af honum í eldri verkum sínum. Á sama hátt fjallar einnig um það kvenlega (d. weibliche) í náttúrunni og hvaðan mannverur sækja orku til að upplifa fegurð í hversdagslífi.

Jóna Hlíf er myndlistakona fædd árið 1978 sem býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2005, kláraði MFA frá Glasgow School of Art í Skotlandi árið 2007 og MA frá listkennsludeild Listaháskóla Íslands. 

Upplýsingar
/ Stærð: 60×80 cm
/ Upplag: 6 eintök, númeruð og árituð. Hvert verk er einstakt.
/ Blindþrykk og textaverk á pappír. Melgresi (leymus arenarius) og 24 karata gull.
/ Verkið kemur innrammað.

Reykjavík, Ísland