Wrong Journal・First Issue
Wrong Journal er nýtt ferðatímarit sem gefið er út tvisvar á ári.
Blaðið fjallar um fólk og staði, séð með augum fólksins sem býr á þeim. Fólkið segir frá leyndarmálum sínum, býður heim til sín og tekur lesandann í ferðalag. Hver saga víkkar sjóndeildarhringinn en það er einmitt það sem ferðalög gera; þau víkka sjóndeildarhringinn og þroska okkur.
Í þessu fyrsta hefti hittum við Justin H. Min í Toronto, þar sem hann fjallar um feril sinn og mikilvægi þess að vera asískur leikari í Hollywood, förum í göngutúr með Niels Strøyer Christophersen, stofnanda Frama, og ræðum við hann um heim hönnunar og sköpunar.
Við kynnumst einnig Casa M, athvarf hönnuðarins Vincent Van Duysen í Melides og förum í frí með Raffaele Asselta og Raphael Dias þar sem við köfum í volgu vatni Côte D'Azur. Loks fáum við innblástur frá Aroni Frey Heimissyni og Einari Guðmundssyni, stofnendum Mikado í Reykjavík og förum í kjölfarið af stað í ferðalag um Ísland með ferðaljósmyndaranum James Benn.
Lisboa, Portugal
— Stærð: 264×200 mm
— 168 blaðsíður
— Haust — Vetur 2021