All the Stuff We Cooked
Uppfærð útgáfa af fyrstu matreiðslubók Frederik Bille Brahe, All the Stuff We Cooked. Fyrsta útgáfa seldist upp.
Hugmynd bókarinnar varð til á því skrítna augnabliki þegar heimurinn lokaðist í heimsfaraldri og við upplifðum öll að þurfa að fara í einangrun í fyrsta skipti. Ákveðið var að hafa þema bókarinnar einfalt og látlaust í anda eldamennsku Frederik og um leið fá japanska listamanninn Masanao Hirayama til að myndskreyta bókina með línuteikningum sínum við hlið ljósmynda Frederik.
Útkoman er All the Stuff We Cooked: 44 uppskriftir að einföldum en hugmyndaríkum réttum, innblásna af alþjóðlegum veitingastöðum Frederik í Kaupmannahöfn — Atelier September, Apollo Bar og Kafeteria — ásamt eldamennskunni sem hann stundar heima fyrir fjölskyldu sína. Viðbrögð þeirra sem keyptu fyrstu útgáfu og elduðu upp úr henni voru einstök, og í þessari uppfærðu útgáfu hefur 5 uppskriftum verið bætt við.
— Stærð: 14 × 2 × 21 cm
— 304 blaðsíður
— Kápa: Kilja
— Tungumál: Enska
— ISBN: 9788409288267