Síðan á Muromachi-tímabili Japans (1336–1573) hefur Chikusendo 竹筌堂 framleitt hágæða píska til þess að blanda matcha, meðal annars fyrir fremstu temeistara Japans.
Chikusendou Shin Chasen er handskorinn úr sterkum bambus í Nara, fæðingarstað teathafnarinnar. Pískurinn er unninn af handverksmanninum Keizou Kube, sem erfir handbragð Chikusendo sem nær yfir 550 ár aftur í tímann og er einn af leiðandi framleiðendum chasen í Japan.
Chasen í þessum gæðaflokki eru ekki aðeins sterkari en fjöldaframleiddir pískar, heldur veita þeir einnig meiri sveigjanleika og gefa eftir við notkun svo þeir halda sér mun lengur.
Hver chasen frá Chikusendou er lítið listaverk sem tekur yfir 2 klukkustundir að skapa. Shin Chasen hefur 72 þræði og hentar vel hvort sem útbúa skal usucha (þunnt te) eða koicha (þykkt te).
Nara, Japan
— Stærð: 110×55
— Efni: Takayama bambus
— Fyrir notkun skal leggja pískinn í bleyti í heitt vatn til að leyfa bambusnum að mýkjast. Eftir notkun skal svo skola hann vel og þurrka.
— Pískurinn er handgerður úr náttúrulegum bambus og því getur lögun, þykkt og litbrigði hans verið mismunandi á milli eintaka.