Orris

Le Botaniste・Sápustykki

Útsöluverð Verð 4.290 kr Verð Verð  per 

Le Botaniste jurtasápan frá ORRIS sameinar ferskleika myntutes frá Marokkó og djúpan blæ patchouli-olíu. Hún heiðrar lækningarmátt jurta og grasafræði.

Samblanda morgunfrú og valjurt í sápunni vinnur að því að róa erta húð sem gjörn er á að fá bólur, með bólgueyðandi og bakteríudrepandi eiginleikum. Auk þess inniheldur hún Jóhannesarjurt sem flýtir fyrir bata sára og sólbruna.

Valjurt hefur verið notað í japönskum lækningum í yfir 2.000 ár sem meðferð við bruna, bólgum og tognunum svo dæmi sé tekið.

Sápan er góð fyrir venjulega/blandaða húð og má nota á andlit, hendur og líkama. Einnig er hún vegan.

Sápustykkin og framleiðsla þeirra byggir á sjálfbærni og innihalda shea-smjör, ólífuolíu, kakósmjör, kókosolíu og laxerolíu sem allt vinnur saman við að næra og hreinsa húðina án þess að svipta hana af sínum náttúrulegu eiginleikum.

Allar vörur ORRIS eru lausar við súlföt, yfirborðsvirk efni, paraben og gervi ilmefni og innihalda hvorki dýrafitu né pálmaolíu. 

Upplýsingar
/ Stærð: 115 g
Innihaldsefni: Sodium Olivate, Sodium Cocoate, Sodium Shea Butterate, Sodium Cocoa Butterate, Glycerin, Aqua, Sodium Castorate, Montmorillonite (cosmetic grade), Mentha Piperita (Peppermint) Oil, Pogostemon Cablin (Patchouli) Oil, Calendula Officinalis Flower, Hypericum Perforatum (St. John’s Wort) Leaf Extract, Symphytum Officinale (Comfrey) Leaf Extract, Limonene, Linalool
/ Sápustykkin eru handskorin, stærðir/lögun geta verið mismunandi á milli stykkja.

París, Frakkland