w153 île eftir Inga Sempé fyrir Wästberg.
Með w153 île enduruppgötvar Inga Sempé einfaldan en sniðugan klemmulampa bernsku sinnar og kemur með skemmtilega og ferska útfærslu á honum.
Lampann má klemma á hillur eða nota á skenk eða náttborð. Hann gefur frá sér hlýja og mjúka COB-LED lýsingu og hægt er að stilla skerm hans af eins og hentar hverju sinni. Fullkominn lestrarfélagi við rúmstokkinn!
Vinsamlegast athugið að á meðan w153 île lamparnir eru framleiddir í 7 litum erum við þó aðeins með tvo liti á lager eins og er, svartan og brúnan. Endilega hafið samband ef áhugi er á öðrum litum.
Helsingborg, Svíþjóð
— Stærð: 210×210×190 mm
— Efni: Ál
— Litur: Kemur í 7 litum
— Ljósapera fylgir
MIKADO — 101 REYKJAVÍK