Woman Made
Yfirgripsmesta samansafn um kvenhönnuði samtímans sem gefið hefur verið út — yfirferð þar sem sviðsljósinu er varpað á yfir 200 hönnuði, frá því snemma á síðustu öld allt til dagsins í dag.
Þessi stórbrotna sjónræna bók fjallar um áhrifamestu kvenhönnuði okkar tíma. Yfir 200 hönnuði frá meira en 50 löndum, þar á meðal brautryðjendur eins og Ray Eames, Eileen Gray, Florence Knoll, Ilse Crawford, Faye Toogood, Nathalie du Pasquier. Í bókinni er þeim konum gert hátt undir höfði sem hafa verið hvað fremstar á sínu sviði í sögulegu samhengi. Fjallað er um þekktustu hönnun hverrar þeirra sem varpar ljósi á þá ótrúlegu hluti sem hannaðir hafa verið af konum í gegnum tíðina, en það sem mikilvægara er, skrásetur mikilvægan gagnagrunn um það besta á sviði hönnunar, sem sýnir að hönnun er ekki — og hefur aldrei verið — karlaheimur.
— Stærð: 26 × 2,4 × 30 cm
— 264 blaðsíður
— Kápa: Harðspjalda
— Tungumál: Enska
— ISBN: 9781838662851