Matarprjónar sem hannaðir eru til daglegrar notkunar og handskornir úr Moso-bambus. Köntuð hönnunin kemur í veg fyrir að prjónarnir velti í burtu þegar þeir eru lagðir niður á borð.
Prjónarnir eru framleiddir af fyrirtækinu Yamachiku sem stofnað var árið 1963 í Kumamoto héraði Japan og hefur síðan þá fest sig vel í sessi og orðið þekkt um gjörvallt Japan.
Á hverju stigi framleiðsluferlisins — frá skógrækt til umbúða — treystir Yamachiku á sérfræðiþekkingu fárra handverksmanna sem umbreyta staðbundinni uppskeru Moso-bambusar í fallegan borðbúnað.
Til viðbótar við hlutverk sitt sem hefðbundið efni til framleiðslu matarprjóna, er bambusinn sjálfbær og endurnýjanleg auðlind, vegna örs vaxtar og gnægðar á Kumamoto svæðinu.
Kumamoto, Japan
— Lengd: 228 mm
— Efni: Bambus
— Má ekki setja í uppþvottavél. Handþvo skal prjónana og þurrka.