Lapuan Kankurit

Teppi・Mohair・Cinnamon

Útsöluverð Verð 29.990 kr Verð 0 kr Verð  per 

Yndislega mjúkt og fallegt mohair- og ullarteppi frá Lapuan Kankurit sem hannað var af Marja Rautiainen. Bæði er hægt að nota teppið á meðan þú slakar á í sófa eða leggja það á rúmið.

Mohair er týpa af ull sem kemur frá Angora-geitum og er mikils metin vegna mýktar hennar og gljáa. Mohair er hlý á veturna þar sem hún hefur góða einangrandi eiginleika, en rakaleiðandi eiginleikar gera henni kleift að tempra hita vel á sumrin. Mohair er í flokki lúxusefna, með kasmír og silki.

Teppin eru gerð úr suður-afrísku mohair og nýsjálenskri ull. Garnið er spunnið og litað í Evrópu samkvæmt REACH reglugerðum og er ÖKO-TEX vottað.

Stefna Lapuan Kankurit er að bera ábyrgð á allri framleiðslu, frá garni til tilbúinna vara. Meginhluti allrar framleiðslu fyrirtækisins er í verksmiðju þeirra í Lapua, að undanskildum parti saumavinnunnar sem fer fram í dótturfyrirtæki þeirra í Litháen.

Lapuan Kankurit var stofnað árið 1973 og framleiðir fjölhæfan innanhúss-, eldhús- og baðtextíl úr hreinum náttúrulegum efnum í verksmiðju sinni í Finnlandi. Fyrirtækið metur ekki aðeins góða hönnun heldur einnig sjálfbæra þróun og rekjanleika efna. Lapuan Kankurit er eina finnska textílverksmiðjan sem hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá inngöngu í samtök The European Masters of Linen.

Almennar upplýsingar
/ Stærð: 1300×1700 mm
/ Efni: 70% mohair, 30% ull
/ Umhirða: Aðeins skal þvo teppið ef það verður mjög óhreint, annars getur verið gott að hengja það út um stund til að viðra það. Ef þvo á teppið skal handþvo það á mest 30°C eða þurrhreinsa það. Ef notast á við duftþvottaefni skal leysa það upp í miklu magni af vatni áður en teppið er þvegið. Kreista skal vatnið varlega úr því en varist að teygja eða vinda teppið. Leggið teppið á milli handklæða þar til það er hálfþurrt og þurrkið svo í loftugu rými. Aldrei skal setja teppið í þurrkara. Ef strauja á teppið skal gera það með rakan á milli og með hita að hámarki 150°C.
/ Mohair-teppi mun hnökra örlítið og skilja eftir þræði fyrst um sinn. Þetta er eðlilegt vegna lífræns eðlis efnisins. Mohair-teppi þarf að bursta með mjúkum mohair-bursta af og til, þá skal bursta eftir átt ullarinnar. Þetta tryggir að efnið haldist fallegt í mörg ár.


Lapua, Finnland