Lapuan Kankurit

Handklæði・65×130・Linen/Grey

Útsöluverð Verð 13.990 kr Verð 0 kr Verð  per 

TERVA línan frá Lapuan Kankurit er unnin úr nýstárlegri blöndu af evrópsku höri, tencel og bómull sem skilar sér í handklæðum sem eru létt, fljót að þorna, draga vel í sig bleytu og eru mjúk viðkomu.

Handklæðin þorna fljótt sem gera þau mjög hreinlætisleg í notkun. Þau eru líka afar létt og taka lítið pláss þegar þau eru samanbrotin sem gera þau fullkomin til að ferðast með. 

Handklæðin eru sérstaklega áhugaverð vegna efnasamsetningu sinnar þau eru gerð úr hör, tencel og bómull. Hörið er ræktað í Normandí í norðurhluta Frakklands og er 100% rekjanlegt, Masters of Linen hörgarn. Tencel er efni sem unnið er úr trjákvoðu og er framleitt samkvæmt umhverfisvænum reglum af austurríska fyrirtækinu Lenzig. Allt garn sem notað er í handklæðin er spunnið og litað í Evrópu samkvæmt REACH reglugerðum og er ÖKO-TEX vottað.

Stefna Lapuan Kankurit er að bera ábyrgð á allri framleiðslu, frá garni til tilbúinna vara. Meginhluti allrar framleiðslu fyrirtækisins er í verksmiðju þeirra í Lapua, að undanskildum parti saumavinnunnar sem fer fram í dótturfyrirtæki þeirra í Litháen.

Lapuan Kankurit var stofnað árið 1973 og framleiðir fjölhæfan innanhúss-, eldhús- og baðtextíl úr hreinum náttúrulegum efnum í verksmiðju sinni í Finnlandi. Fyrirtækið metur ekki aðeins góða hönnun heldur einnig sjálfbæra þróun og rekjanleika efna. Lapuan Kankurit er eina finnska textílverksmiðjan sem hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá inngöngu í samtök The European Masters of Linen.

Almennar upplýsingar
/ Stærð: 650×1300 mm
/ Efni: 39% hör, 43% tencel, 18% bómull
/ Umhirða: Viðkvæmt þvottakerfi við 40–60°C í miklu vatni. Ekki er ráðlagt að nota mýkingarefni né klór. Ekki er mælt með að setja handklæðin í þurrkara.
/ Gott er að móta handklæðið aftur á meðan það er rakt. Hörtrefjar geta losnað af vörunni á meðan þvotti stendur, það er eðlilegt við fyrstu þvotta. Einnig er gott að hafa í huga að litur náttúrulegs hörs verður ljósari við þvott.

Lapua, Finnland