The Eye・Nathan Williams
Vinna þeirra fer oftast fram á bakvið tjöldin á meðan verkin fá aðalhlutverkið. Nathan Williams, stofnandi og hönnunarstjóri Kinfolk Magazine og höfundur The Kinfolk Table, The Kinfolk Home og The Kinfolk Entrepreneur dregur hér yfir 90 þekktustu og áhrifamestu hönnunarstjóra heims fram í sviðsljósið.
Í bókinni The Eye er meðal annars fjallað um fatahönnuðina Claire Waight Keller og Thom Browne, ritstjórana Fabien Baron og Marie-Amélie Sauvé og áhrifavaldana Grace Coddington og Linda Rodin. Við fræðumst um bækurnar sem þau lesa, áhrifavalda þeirra og einstaka hæfni til að ná árangri. Þau deila með okkur hvernig þau hafa þróað augun til þess að miðla áfram sjónrænum hugmyndum sínum sem munu móta framtíðina. Sem frumkvöðull hefur Nathan Williams einstaka sýn á samtímamenningu sem gerir bókina áhugaverða fyrir aðra hönnunarstjóra, hönnuði, ljósmyndara, stílista og annað skapandi fólk í leit að innblæstri.
— Stærð: 22,5 × 29 cm
— 448 blaðsíður
— Kápa: Harðspjalda
— Tungumál: Enska
— ISBN: 9781579658397