Ark Journal・Volume VIII
Verð
4.290 kr
Verð
per
Ark Journal er tímarit sem kannar rýmin í kringum okkur, hlutina sem við setjum í þau og fólkið sem framleiðir þá. Tímaritið fjallar um arkitektúr, hönnun og list með áherslu á skandinavísk gildi og fagurfræði, þar sem fagnað er góðum hugmyndum, heiðarlegri og hugmyndaríkri hönnun og gagnrýnni umræðu.
Í hverju tölublaði eru heimsótt óvenjuleg heimili um heim allan og fjallað um þau sem búa í þeim, heimspeki þeirra og innblástur.
Ark Journal er með höfuðstöðvar í Kaupmannahöfn og kemur út tvisvar sinnum á ári. Stofnandi og aðalritstjóri er Mette Barfod sem nýtur aðstoðar reyndra hönnuða, stílista, ljósmyndara og pistlahöfunda við gerð hvers tölublaðs.
Copenhagen, Denmark
— Stærð: 235×315 mm
— 240 blaðsíður
— Pappír: 120 og 240 gsm Munken Polar
Mikado | Hafnartorgi